mánudagur, apríl 09, 2012

Páskabörn


Það var fríður hópur sem hljóp um allt hús í morgun í leit að páskaeggjunum sínum. Bjartur & Sunna földu eggin og Dagný fékk að hjálpa til. Síðan fylgdi Sindri þeim hvert sem þau fóru og hafði ekki smá gaman af því að vera hluti af genginu.
Síðan var öllum stillt upp í ljósmyndatöku og eins og sjá má af myndinni hér fyrir ofan voru sumir alveg með'da ;)
Eggin voru svo opnuð og Sindri sat sem fastast kyrr þarna á gólfinu...enda hæstánægður að moka uppí sig súkkulaði. Hann sat þarna einn og yfirgefinn alveg þangað til að eggið hans var búið. Þá fór hann á stjá og byrjaði að betla súkkulaði af pabba sínum og stela af systkinum og var fljótur að koma sér af vettvangi áður en að nokkurt þeirra tók eftir því að hann náði sér í bita ;)

Engin ummæli: