Maggi Tóka bauð til
double chance afmlæispóker á
Ásnum í Keflavík. Monsi var nýkominn í bæinn og var til í að kíkja í meiri alvöru póker en við æskufélagarnir tökum stundum þegar við hittumst einu sinni á ári yfir bjór.
Þrátt fyrir veikindi í fjögra barna heimilinu tókst að redda pössun á meðan að Bína fór með Dagný uppá heilsugæslu að fá eitthvað við streptókokkasýkingunni.
Þannig að ég og Mons settum upp sólgleraugun og brunuðum suður fyrir.

Ég var spenntur að kíkja fyrir tvær sakir. Í fyrsta lagi að kíkja á
Ásinn og taka spil með mönnum sem ég þekkti ekkert og í öðru lagi að prófa
double chance sem ég hafði google-að að væri þannig að spilari fengi jafn háan viðbótarstakk(add-on) sem hann ætti inni og mætti bæta við hvenær sem er á tilteknu tímabili að kostnaðarlausu. Þegar ég mætti komst ég að því að double chance hér átti bara við eitt endurinnkaup (re-buy) þannig að ég fékk ekki að spila þá útgáfu sem ég hafði vonast eftir að prófa.
En
Ásinn var notalegur og spilararnir virkuðu nánast allir mjög sjóaðir spilarar. Rétt skreið á lokaborðið en datt fljótlega út...
Nánar um spiliðÉg byrjaði á að hitta undarlega á lélegar hendur og vinna mig upp en þurfti jafnframt að sýna aðeins of oft þegar ég hefði átt að láta borga fyrir það. Þegar kom að fyrsta hlé var ég nokkurn vegin þar sem mér líður vel, um það bil búinn að tvöfalda upphafsstaflann. Eftir hlé sá ég bara hunda og byrjaði bara að blæða. Sama var uppá teningnum eftir annað hlé og nú voru blindir farnir að telja stakkinn niður fljótar. Eftir þriðja hlé var ég kominn niður fyrir upphafsstaflann og leitandi að einhverju til að spila á. Þegar


lét ég til leiðast (enda ekki séð neitt lengi) og fór allur inn. Var séður af sömu hönd í laufi sem endaði jafnt þannig að ekki náði ég að tvöfalda mig þar.
Stuttu síðar færðist nýr spilari yfir á borðið og með tvö háspil mislas ég hann og reyndi að kaupa út með of lágum veðmálum sem kostaði mig mikið.
Borðin voru svo sameinuð í eitt og þá var ég lægsti maður við borðið. Stóri blindur í öðru spili og fékk afmælidaginn Q9 í hjarta og endaði með allt mitt litla undir en varð fyrstu úr á lokaborðinu.

Þrátt fyrir að við komum ekki með brauð heim í bú vorum við hæstánægðir með ferðina og alltaf gaman að taka smá road trip og póker er hin mesta skemmtun ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli