föstudagur, júní 17, 2011

Hlegið á 17. júní

Við mættum snemma á Víðistaðatún í morgun en þá var ekkert opið eins og hefur oft verið. Þannig að við fórum bara aftur heim og fengum okkur að borða og drifum okkur svo eftir hádegismat.
Veðrið hélt í dag og eftir hoppukastala náðum við skrúðgöngunni koma inná túnið. Þá voru allir komnir með munninn fullan af nammisnuði og farið að horfa á skemmtiatriðin.
Björgin Franz var klárlega með besta atriðið og vakti mikla kátinu.
Hlegið á 17. júní
Síðan var farið í kaffi á Burknavellina og haldið heim um kvöldmatarleiti. Ánægjulegur dagur, þó að sólin hefði alveg mátt brjótast í gegn...ætli maður sleppi ekki að kíkja á skemmtunina niðrí bæ í ár...allir búnir á því ;)

Engin ummæli: