mánudagur, október 11, 2010

Miss D tveggja

Finnst svo stutt síðan Dagný mætti að það er merkilegt að hún er orðin 2ja ára og verðandi stóra systir. Í tilefni afmælisins var hún vakin með gjöfum: teikniborð frá krökkunum og púðastól frá foreldrunum. Hún var hin kátasta með allt, enda ekki við öðru að búast frá henni; hún er alltaf svo hress og kát. Þó hún sé lítilli 2ja ára heldur hún að hún sé 4 ára verðandi 6 ára. Það hefur sína kosti að alast upp með stórum systkinum og hluti af uppeldi hennar hefur verið frá Sunnu. Alveg magnað hvað þær eru góðar vinkonur og sú yngri apar allt eftir hinni. Þannig að það mætti segja að hamingjan skíni af henni alla daga...í það minnsta er alltaf mikið líf í kringum hana og hún alltaf til í að lífga uppá partýið =)

Engin ummæli: