sunnudagur, október 10, 2010

Hræðilegur matur, hræðilegur pabbi

Byrjum daginn á því að fara í sund og vorum snemma á ferðinni, afskaplega gott hvað við vorum snemma komin út úr húsi og langt síðan við höfum farið í sund. Það bara varð að nýta veðrið í eitthvað annað en að taka til ;)
Síðan var ákveðið að fara í afmælisgjafaleiðangur og eftir búðaráp voru allir orðnir svangir þannig að við fórum á ónefndan hamborgarastað (sem við skulum kalla M). Förum að jafnaði bara einu sinni á ári þangað og ég ætla að reyna að lofa mér því að fara aldrei aftur þangað, maturinn smakkaðist ágætilega til að byrja með en þegar máltíðinni var lokið var þetta bara hræðilegt. Sem betur fer vildu krakkarnir bara ís, þau höfðu meira vit á matnum en við ;)
Fórum svo í leikfangabúð þ.s. ég fann einhverja skrímslagrímu og setti upp. Gekk svo í áttina að Dagný sem átti sér einskis ills von. Hún leit á mig og svona 2 sekúndum seinna umbreyttist andlit hennar í skelfingarsvip og ótta. Hún var ekki ánægð með pabba sinn að vera að hrekkja sig svona. Óskaplega erfitt að eiga svona hræðilegan pabba og hún vildi ekki ræða þetta. En þrátt fyrir hræðilegan mat og hræðilegan pabba tókst okkur að kaupa afmælisgjafir fyrir öll afmæli í október. Það voru víst 7 gjafir sem við komum heim með, og létta buddu ;)

Engin ummæli: