mánudagur, desember 01, 2008

Dagurinn þinn

Um daginn(september) tókum við upp dag hvers og eins sem virkar þannig að Bjartur á 5. hvers mánaðar og Sunna á 21. þ.s. við gerum eitthvað sérstaklega að þeirra ósk eða fyrir þau. Þann 5. sept. vorum við reyndar fyrir austan en hann fékk að ráða hádegismat og kvöldmat hjá Helgömmu og var hæstánægður með að fá allt sem hann vildi ;) Á Sunnudaginn( sunnudagurinn 21. sept. ) var dagurinn hennar Sunnu og fórum við öll að sjá Einar Áskel í Þjóðleikhúsinu. Sunna sat hin stilltasta og minnti mikið á bróður sinn sem gat verið yfirmáta settlegur í fjölmenni þegar hann var yngri. Bjartur hafi mjög gaman að og var þetta mjög fróðlegt fyrir svona mikla spekinga eins og hann ;)
Við Bína eigum saman 9. hvers mánaðar sem er mjög gott því þá getum við nýtt amk einn dag í mánuði til að reyna að gera eitthvað bara tvö. Í sept. fórum við á Hereford og klikkar það nú sjaldan. Ég át á mig gat( jafnvel tvö ) sem endaði með því að Bína þurfti að keyra heim þ.s. öll mín líkamsstarfssemi fór í meltinguna. Tengdó passaði fyrir okkur eins og svo oft og er afskaplega gott að eiga góða að og ekki skemmir fyrir að krökkunum finnst fátt skemmtilegra en að losna við okkur út úr húsi og fá afa&ömmu í staðin ;)
Í október vorum við merkilega upptekin af því að undirbúa og taka á móti Dagnýju litlu ;) og í nóvember voru skírn og bústaðarferð til þess að gera lítið úr þessum dögum en gengur vonandi betur í desember og kannski Dagný fái líka sérstaka meðferð 11. hvers mánaðar ;)

5 ummæli:

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

við erum einmitt að spá í að koma á svona kerfi. Óðinn Bragi fær 7. hvers mánaðar, Freyja Sif 9. hvers mánaðar og við hjónaleysin fáum 15. ágúst.....2015.

Logi Helgu sagði...

Eru þið búin að tryggja ykkur pössun 15. ágúst 2015 ;)

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

þetta er eitthvað sem við erum að vinna í. Hvað eruð þið annars að gera þá... milli svona kl 18:00 og 22:30.

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

þetta er eitthvað sem við erum að vinna í. Hvað eruð þið annars að gera þá... milli svona kl 18:00 og 22:30.

Logi Helgu sagði...

Var að skoða dagatalið og það er ekkert bókað á þessum degi/tíma enn ;)