laugardagur, desember 06, 2008

Næturjólaverslunarferð

Ég fór í kvöld í afmælisveislu til Magna niðri miðbæ Reykjavíkur. Alltaf gaman að hitta hann og aðra gamla menntskælinga sem ég hef ekki séð í óratíma og var þetta vel heppnuð samkoma þótt ég hafði mætt full seint til leiks...en það þarf nú að sinna fjölskyldunni fyrst ;)
Ég var bílandi þannig að ég fór þegar vel var gengið yfir miðnætti en var búinn að ákveða að kíkja í Hagkaup á leiðinni heim, svona fyrst þeir hafa opið allan sólahringinn. Þetta var afskaplega afslappandi verslunarferð og er víst líka að skila sér í sölu hjá þeim. Það var eitthvað af fólki að renna í gegn, mestmegnis yngra fólk en afskaplega róleg inní búðinni. Reyndar þegar ég gekk framhjá nammiganginum var eins og ég væri kominn inní eina partýið í bænum. Þar var allt krökkt af fólki að fylla á nammipoka af slikki. Veit ekki hvaða þörf grípur fólk til að skella sér í búð um miðja nótt að versla nammi? En ég ráfaði í rólegheitunum um og fann ýmislegt sem ég hafði ætlað mér að finna og fleira sem fékk að fara með heim. Mikil búbót fyrir andlega geðheilsu að versla á svona tíma...alveg sama þótt það kosti kannski meira =)
Merkileg hvað það er góð tilfinning að koma heim þ.s. Bína og 3 krakkar sofa sínu værasta...ætla að skella mér uppí og ná nokkrum tímum þangað til að þau ráðast öll uppí, en það er alveg merkilegt hvað þau vakna alltaf snemma um helgar ;)

3 ummæli:

Erla Rut Magnúsdóttir sagði...

Til hamingju með daginn Logi minn. Njóttu hans og skilaðu kveðju til fjölskyldunnar frá okkur;)
Kveðja frá Gautaborg

guggi sagði...

til hamingju með daginn gamli, þú berð þetta nokkuð vel ;)

Logi Helgu sagði...

Takk, takk ;)