fimmtudagur, janúar 22, 2004

Fyrsta sturtan

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fara í fyrstu sturtuna okkar á Hjallabrautinni í kvöld. Loksins setti ég upp sturtuna en ég hef dregið það því ég ætlaði fyrst að setja nýja fúu milli flísanna kringum baðið, en fékk þá flugu í höfuðið þegar landsleikurinn var að byrja að gera eitthvað. Þetta var fínasta sturta og kanski ágætt að hafa þann valmöguleika á heimilinu, þótt þetta hafið verið fínt án sturtu, þá er bara meira af baðferðum og bað er nú alltaf betra en sturta, en í nútíma þjóðfélagi er nú ekki alltaf tími til að leggja í bað.

Engin ummæli: