föstudagur, janúar 30, 2004

Púlli Helguson

Var að spjalla við Bínu í nótt, eftir að hún var sofnuð. Hún var að taka besnín og keypti lítinn bláann kall sem var að klóra henni, blái kallinn var frá mér kominn og hún sá hann fyrir sér alveg eins og ég lýsti honum. Síðan sagðist hún vera á leiðinni heim þar sem að hún bjó ásamt Púlla Helgusyni. Ég hef ótrúlega gaman að því að spjalla við Bínu mína þegar hún er fallin í svefn, það getur verið mjög áhugavert hversu móttækileg hún er við því sem ég segi og stundum skjóta svona gullkorn, eins og "Púlli Helguson", upp kollinum.
Ég vona að hún geti einhverntíman ruglað svona í mér þegar ég er sofnaður, en þar sem ég get verið úrillur þegar sofandi hefur hún ekki lagt í það =)

Engin ummæli: