þriðjudagur, janúar 20, 2004

Pössuhelgin búin

Vorum að passa um helgina, hana Svölu Birnu, og vorum í KÓP frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Á föstudaginn fengum við Gugga&Hörpu og Braga&Lindu í heimsókn og horfðum á Idol og átum pizzur. Síðan kom heilmill snjór og kuldi þannig að það varð ekkert af því að við færum heim eða í sund um helgina...en gerum það bara seinna. Svala var mjög dugleg að fara að sofa, en átti til að lenda uppá kant við mig þegar ég var að þrjóskast á móti henni, held að ég hafi verið að trufla hana frá Bínu og það hafi farið eitthvað í hana. Síðan fengum við Lion King frá Lilju&Tóta þegar þau komu heim, þannig að innkaupalistinn fer minnkandi...reyndar stækkandi þar sem ég er alltaf að finna fleiri myndir :)

Engin ummæli: