þriðjudagur, janúar 27, 2004

MMmmmmmatur

Það er alltaf gott að fá að borða. Í dag eftir íþróttir var ég nú aðallega þyrstur, þannig að þegar Bína vildi fara á KFC var mér nokkuð sama. Ekki mikið fyrir skyndibitann þessa daga, heldur meira fyrir "alvöru" mat. En við kíktum nú á KFC því Bínu finnst það rosa gott. Ég fékk mér bara barnamáltíð og var alveg pakksaddur í allt kvöld. Núna fyrir miðnættið var ég reyndar farinn að fá lyst fyrir einhverju, ekkert orðinn svangur, bara gott að borða. Og hvað finn ég ekki í plastdalli í ísskápnum, nema hrísgrjónagraut. Eitt það besta sem ég fæ er vel soðinn grautur, og Bína kann að sjóða 'ann. Mig hryllir við tilhugsuninni við vatnssoðinn hrísgrjónagraut, blautan, slepjulegan og bragðlítinn. Vona að ég muni aldrei framar á æfinni líta svoleiðis jukki, en það hefur komið fyrir að sú eldamenska hefur lent fyrir framan mitt nef. Ég þarf víst ekki að óttast að það gerist hjá henni Bínu minni. Ég fer því saddur og sáttur í háttinn í kvöld =)

Engin ummæli: