Ég er enn svoldið eftir mig eftir jólin. Við erum búin að hafa það gott og nú er nýja árið hafið fyrir alvöru, allir komnir í vinnu og sumir farnir að sparka meira en fyrir jól. Tókst í nótt að klára Hr. Alheim eftir Hallgrím...reyndar vegna þess að ég hafði alveg gaman að rugli bókarinnar og var ekkert sérstaklega þreyttur...á seinasta kafla var mig reyndar farið að syfja þónokkuð enda kl. orðin 3 þannig að í morgunsárið veit ég ekki hvernig ég komst á fætur...held ég hafi kveikt á lampanum og legið svo í honum í hálftíma þangað til ég rankaði við mér. Bína gaf mér Herrann í jólagjöf og ég les nú ekki hvaða bók sem er í dag, en hún vissi að þæssi væri líklega nægilega rugluð til þess að ég myndi komast í gegnum hana.
Þessa dagana er ég alveg að missa mig í DVD teiknimyndalöngun, á eftir að sjá Atlantis og Gullpláhnetuna, auk þess sem mig vantar a.m.k. Tarzan, Ice Age, Lion King, Toy Story 1&2 og einhverjar fleiri sem ég man ekki í augnablikinu. Hafði ætlað að eignast teiknimyndirnar með íslensku tali líka þannig að það verður að borga morðfjár fyrir hvert stikki...og gott ef ég fækki ekki um eina mynd af listanum á eftir og taki teikmyndakvöld í kvöld.
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli