þriðjudagur, desember 23, 2003

Jólakveðjur

Gleðileg jól...landið stendur nú varla undir nafni þessi jólin. Þetta er ekkert Ís"kalt"land, meira svona slydda, en kanski austurhornið fái hvít jól. Í ár verða jólin í seinasta skiptið haldin í Steinahlíðinni...en ákveðið hefur verið að flytja þau til á næsta ári í 2 hæða penthouse lúsxus íbúð. Við gistum eitthvað á Steinahlíðinni núna, rifja upp gamla tíma og hafa það notalegt. En ég vil óska öllum gleðilegra jóla og hafið það sem allra best, þótt þið vitið aldrei af því þá sendi ég ykkur heilmiklar jólakveðjur...hérna er jólakveðjan okkar Bínu í ár.

Engin ummæli: