mánudagur, desember 15, 2003

Góð helgi að baki

Morðingjateitið tókst vel upp á föstudagskvöldið. Þrátt fyrir að lausnin hafi verið allt of erfið þá var þetta bara gaman, mætti vera aðeins auðveldara til að hafa meira gaman að þessu fyrir svona fólk eins og mig :Þ Síðan tókst fólki að vera bara nokkuð drukkið og miklar ó-málefnalegar umræður fóru í gang sem ekki öllum var skemmt við, en ég hafi ákaflega gaman að. Á laugardaginn mættu svo nokkrir félagar í strákapartý þar sem gripið var í póker, playstation, pizzu og bjór. Vorum bara spakir og ekkert rugl á mönnum, en er nú allt í lagi þegar menn er komnir til ára sinna =) Sunnudagurinn fór í ekki neitt og ég hefði verið til í einn helgardag til viðbótar...

Engin ummæli: