laugardagur, mars 13, 2004

Svefnsófinn...

Drifum okkur í IKEA í gær og versluðum svefnsófann sem okkur hefur langað í síðan við fluttum inn. Það tók smá tíma að koma honum upp í sjónvarpsholinu og að því loknu var tekin prufusvefn í honum sem fínast lúr fram eftir morgni. Hann er mun stærri en hornsófinn sem við vorum með áður, og einhverjar tilfærslur verða á hlutum og breytingar í framhaldi þar sem allt þarf nú að "lúkka" saman. En það er rosalega gott að geta sofið yfir sjónvarpi og ekki verra að geta boðið fólki uppá gistingu í þessum líka fína sófa. Snilldin við hann er hversu einfallt er að breyta honum í massíft rúm, aðeins þarf að kippa út og lifta upp og þá er þetta tilbúið, þannig að við erum útsoftin og á leið á Árshátið Hugar, ég er búinn að fara í sturtu og bað, og Bína fékk Hlín til að mála sig fyrir kvöldið =)

Engin ummæli: