laugardagur, mars 06, 2004

Barinn minn

Þegar ég mun einn daginn opna bar, fyrir mig, vini og vandamenn, heima í stofu þá er spurning hvað hann mun heita. Escobar er gott barnafn, RabbaBar er þegar tekið, enda heiti ég nú ekki Rabbi...Bara Bar er hálf innihaldlítið, sem og MilliBar, ef þetta væri staður fyrir mikla fyllirafta myndi ég skýra hann Lúbarinn, he he, það sem ég get ekki skemmt sjálfum mér yfir.
Talandi um áfengi, var ekki keyptur smá bjór í dag og rauðvínsflaska til að taka með uppí bústað á morgun, en það á að taka góða hópferð uppí nýja bústaðinn þeirra Berglindar&Nonna. Ég er búinn að vera alltof óduglegur við að fá mér einn bjór fyrir svefinn...ellin farin að færast yfir =)

Engin ummæli: