þriðjudagur, september 07, 2004

Eplavinur

Óskaplega finnst mér nú Apple vera að gera líf mitt gott. Eftir að vinna á PC allan daginn finnst mér óskaplega gott að koma heim í Mac OS X stýrikerfið á heimistölvunni. Skype er nýkomið fyrir makkann og prufukeyrðu Bína&Bjartur það í kvöld og spjallaði við Eyrúnu fyrir mat og ég spjallaði aðeins við Dag bróðir eftir mat. Mjög sniðugt að hafa forrit sem virkar milli PC og Mac, þar sem það eru nú ekki margir sem vilja vera í minnihluta í þeim málum og fara yfir á makkahliðina. En nú þarf bara að komast í samband við Múlaveginn og þá getur Bjartur spjallað við ömmu sína...

Engin ummæli: