fimmtudagur, september 02, 2004

Auglýsingavefurinn mbl.is !

mbl.is tók sig til og uppfærði vefinn sinn, shit sýnist hverjum og gat ég ekki lesið staf á þessum nýja vef þeirra fyrir ógrynni af flash auglýsingaborðum sem tröllréðu öllu á síðunni. Enda skiljanlega þar sem vefurinn verður að hafa tekjur af öðru heldur en áskrift. En þar sem ég gat ekki lesið neitt fyrir endlausu blikki og hreyfingum þá varð ég að losna við þetta. Eins og allir sem nota PC ætttu að vera búnir að gera sér grein fyrir löngu síðan er það að Internet Explorer er drasl og gerir ekkert nema auka lýkurnar á að tölvan smitist á vírusum. Þess vegna nota ég Mozilla Firefox. Náði mér síðan í litla viðbót fyrir Mozilla sem slekkkur á öllu flash og setur í staðin "play" hnapp þar sem hægt er að velja hvaða flash fer af stað.

Sem betur fer er ég ekki flogaveikur þegar ég skoða mbl.is því þá myndi ég án efa fá kast þegar allir þessir blikkandi auglýsingaborðar réðust á mig. Það er grátbroslegt að vefur sem hefur lagt áherslu á að veita sjónskertum góðan aðgang að vef sínum skuli láta svona viðgangast hjá sér, en þeir sem stunda nethönnun með hliðsjón af fötlum á netinu eiga að vita að blikk af öllu tagi á ekki að birtast notanda nema honum sé gert grein fyrir því þ.s. sumir aðilar geta tekið illa við. En þetta er jú bissniss eins og allt saman!

Engin ummæli: