miðvikudagur, september 15, 2004
Byrjendur...
Það eru tveir staðir sem ég á erfitt með að hemja skap mitt: íþróttir og umferðin. Í íþróttum leyfir maður sér stundum að láta öllum illum látum þegar harðar keppnir eru í gangi, en þó á þetta nú aðallega við þegar ég sjálfur tek þátt. Í umferðinni geta aðrir ökumenn farið merkilega mikið í taugarnar á mér. Þegar maður elst upp í bæ þar sem aldrei þarf að bíða eftir ljósum, eða "mis"-gáfuðum ökumönnum þá virkar höfuðborgarsvæðið sem hægfara leikvöllur letiblóða. En þrátt fyrir þessa mjög slæmu upplifun minni af umferðinni tók ég eftir tilkynningu um daginn sem náði til mín. Þegar skólastarf byrjar koma reglulega ábendingar til okkar ökumann að hæga á okkur og börn séu á ferð. Oftast hafa þessar ábendingar ekki bein áhrif á mig og hverja mér jafn fljótt úr huganum og ég sá þau utan vega. En á ferð minni um Garðabæ um daginn sá ég borða sem á stóð eitthvað eins og "Byrjendur í skóla, byrjendur í umferðinni". Kanski var það vegna þess að engin skipun var í textan að ég tók hana til mín. Þessi orð skópu skýra mynd af barni á leið í skólann sem hafði aldrei farið yfir götu áður. Ég held ekki að ástæðan hafi verið að ég sé orðinn foreldri, því hinir skipandi athugasendir annara skilta um að hægja á mér eða spurningar hvort mér liggi lífið á virðast bara ekki ná til mín. Held að það sé eitthvað óhugnarlegt við tilhugsunina að vera byrjandi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á sjötta ári. Það er ekki hægt að ætlast til að öll börn geti tileinkað sér umferðareglunar um leið og það vill enginn lenda í því að fá barn fyrir bílinn á mikilli ferð. En þessi skilboð náðu til mín og var þetta líklega í eina skipti sem ég hugsaði um hraðann...og það er nú meira en að vera tekinn af löggunni fyrir of hraðann akstur gerir =)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli