mánudagur, ágúst 25, 2003

Sjóræningjalíf

Fórum á Pirates of the Carribean í gær með Matta, Önnu & Gunna. Ákaflega vel gerð mynd og fínast skemmtun, Johnny Depp góður að vanda, og allt gott að segja um myndina, þótt hún hafi hafty hinn dæmigerða Hollywood endi. Alltaf haft mjög gaman að Depp-num síðan ég sá hann í Cry-Baby, Edward Scissorhands var einnig fín, og Fear and Loathing in Las Vegas var eitt af hans betri verkum.

Enn styttist í að farið verður að taka íbúðina í gegn, en ekki komið á hreint hvenær leigjandinn fer alveg út, á eftir að heyra í honum um það.

Engin ummæli: