mánudagur, ágúst 25, 2003

Menningarnótt 2003

Var að setja inn myndir frá Menningarnótt 2003 þar sem við grilluðum heima hjá Matthildi. Berglind mætti með sína gutta, Eyrún og Jobbi, Anna og Gunni, auk Matta og Vigdísar. Eftir mat var kíkt í bjór og fólk byrjaði að dansa. Einhver fékk svo þá "snilldar" hugmynd að fara niðrí bæ. Ég reyndi að veita mótspyrnu við þeirri hugmynd með því að reyna að fela mig í inní eldhúsi og gleymast en var dreginn nauðugur viljugur í leigubílinn. Það var pakkað í bænum auðvita, en hitti Braga trommara, Baldur berfætta og Finn netverja. Síðan var það bara skyndibiti frá helvíti og leigubíll aftur heim :)

Engin ummæli: