föstudagur, september 09, 2011

Óvissuferð Þróunar 2011


Nóg af óvissuferðum þessa dagana ;) Nú var röðin komin að óvissuferð Þróunar Landsbankans 2011 (Þróun er deildin sem ég tilheyri þar sem tölvunördar og fleiri eru). Byrjað var að rútuferðalagi en þar sem ég var bílandi hafði ég meðferðis tvö afmælisbörn sem byrjuðu strax að skemmta sér á leiðinni og voru einstaklega hress og góðir ferðafélagar.
Rúturnar enduðu með skarann uppí Kjós þar sem farið var í ýmsa leiki á túninu fyrir neðan Ungmennafélagið Dreng. Síðan tók við létt bjórsmökkun (margir orðir bjórþurfi á þeim tímapunkti), bændaglíma og smá ferðalag í Matarbúrið þar sem við kynntumst ostagerð og lífrænni búfjarrækt.
Grill tók svo við í Dreng og eftir það stakk ég af því ég hafði lofað að vera mættur annað um kvöldið þannig að ég missti af restinu á kvöldinu sem hefur ábyggilega verið hress og vænti ég þess að afmælisbörnin hafi verið hressust allra ;)

Engin ummæli: