fimmtudagur, september 29, 2011

Allt um pókermót á einu blaði


Ég hef mjög gaman af því að hitta góða félaga og taka póker (Texas Holdem no limit) og fékk þá flugu í höfuðið um daginn að það væri gaman að vera með einblöðung sem myndi skýra leikinn.
Það þarf oft að rifja upp hendurnar, hvað spilapeningarnir gilda og ýmsar siðareglur sem menn vilja gleyma ;) Þannig að það er ýmsilegt sem kemur þarna fram og sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru að læra leikinn en einnig gott að hafa við höndina þegar mót er haldið.
Þannig að ég tók mig til...tók reyndar smá tíma... að safna saman því sem ég vildi hafa þarna og setja það upp. Fékk góða hjálp frá Ella og blaðið má nú finna á alltumpóker.com þar sem við erum að byggja upp vef kringum póker.
Þetta ætti að nýtast mörgum og síðan er bara að sjá hvort þetta verði ekki uppfært og bætt með tímanum =)

Engin ummæli: