föstudagur, september 09, 2011

Nýtt tímabil hefst hjá Bjólfi


Nýtt tímabil hófst hjá Bjólfi með "árlegu" afmælismóti hjá Iðnaðarmanninum. Ánægjulegt að hitta menn aftur og gaman að byrja mótaröð eftir sumarfrí.
Mér gekk nú ekkert sérstaklega vel, kannski af því ég var hálf þreyttur eftir langan dag, en ég var hvorki nógu heitur né heppinn. Tók svo áhættu á að hitta á lit móti setti en lenti á móti 2 húsum og var dottin út áður en höndin var öll komin í borð. Síðan var tekið smá aukaspil á næsta borði hjá þeim sem voru dottnir út og spjallað langt fram eftir nóttu.

Engin ummæli: