þriðjudagur, maí 01, 2012

Sunna í Borgarleikhúsinu


Sunna kláraði ballettinn í dag með sýningu í Borgarleikhúsinu ásamt stórum hóp nemenda í Listdandsskóla Hafnarfjarðar.
Hún var rosalega flott og vorum við afskaplega stolt af stóru stelpunni sem stóð sig með prýði og var rosalega dugleg í öllum undirbúningum og æfingum undanfarið og í dag.
Sindri "litli" fékk að vera heima hjá Svölu, Lilju og Ásthildi en Bekka amma kom í hans stað með okkur að horfa.
Bjartur var nú ekki að nenna þegar við lögum af stað en hann hafði rosalega gaman að kynninum og ekki síður öllum atriðunum. Dagný var ekkert smá spennt að sjá systur sína á sviðinu og veifaði henni og kallaði þegar hún loksins sá hana. Spurði Sunnu í kvöld hvort hún hefði séð okkur og hún sagðist hafa séð höndina hennar Dagný vera að veifa sér ;).
Eftir sýningu afhenti Bjartur henni rauða rós frá okkur til að fagna þessari fyrstu alvöru sýningu hjá ballerínunni. Eftir var svo haldið uppá frammistöðuna með ísbíltúr ;)

Engin ummæli: