föstudagur, maí 09, 2014

Afmælisdagur sætustu

Ég fór snemma á fætur til að finna til afmælisgjafir handa Bínu sem átti að fara með í rúmmið til hennar. Þegar ég kom fram heyrði ég umgang og fann Dagný að föndra perlur uppá strá. Hún hafði verið að gera það kvöldið áður og ég hafði sagt henni að hún yrði að vakna snemma til að klára...sem hún og gerði =)
Bína hafði boðið í stelpupartý og ég fengið boð frá Þresti að koma í Karrakot með krakkana sem henta einstaklega vel.
Síðar um daginn keypti ég líka loksins hátalara inní stofuna þannig að skvísurnar gætu nú "blastað" aðeins í tónlistinni =) Hún Bína á það svo skilið að fá allt sem hana langar í...vildi að ég gæti gefið henni allan heiminn...en hún fær bara litla hluta af honum í einu =)

Engin ummæli: