þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Dagný

Merkilegt hvað nýjasti meðlimurinn er rólegur og vær. Var undirbúinn hverju sem er þegar ég yrði pabbi í þriðja sinn en er bara búinn að svífa á bleiku skýi síðan hún kom og held að nú muni ég ekki aftur finna fyrir tilfinningunni að það vanti einn í krakkahópinn ;)
Dagný og pabbi á skírnardaginn.

3 ummæli:

harpa sagði...

innilega til hamingju með nafnið -aftur!

iss.. ég er viss um að það fer fljótlega að hringla í þér aftur.

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

hún er alveg eins og Bjartur á þessari mynd.

Logi Helgu sagði...

Já, hún líkist bróðir sínum merkilega oft ;)