mánudagur, janúar 18, 2010

Hann kennir selum að synda

Við feðgar förum stundum tveir í sund. Það er afskaplega notalegt að eiga svona stóran strák og honum finnst ekki leiðinlegt að fara í sund. Enda eru það bara leikferðir þar sem hoppað er á milli busllauga, heitra potta og rennibrauta en sneiðum framhjá köldum sundlaugum. Auk þess er einangrunin ekki það mikil á litla kappanum að það sé hægt að bjóða honum uppá of mikinn kulda, sérstaklega svona á miðjum "vetri". En hann er alltaf jafn ánægður með þessar ferðir, enda fær hann að gera það sem honum sýnist og pabbinn er ekkert að skipta sér of mikið af honum og tekur bara þátt í leikjunum. Þegar pabbinn vill reyndar fara uppúr kemur nú annað hljóð í kútinn en hann fær nú yfirleitt að gera nokkra hluti áður en sundlaugin er yfirgefin og þá er hann oftast orðinn hálf þreyttur og sáttur við að komast uppúr =)

Engin ummæli: