fimmtudagur, maí 27, 2010

Kveð fyrirmyndar fólk

Í dag fór ég í síðbúið kveðjukaffi í fyrirmyndar stofnum sem ég hef alið manninn síðasta hálfa fimmta árið, frá árbyrjun 2006, en sagði skilið við þann góða stað síðustu mánaðarmót. Það er alltaf erfitt að segja skilið við góðan stað og gott fólk og að einhverju leiti skilur maður alltaf eftir hluta af sjálfum sér. Þessi fjögur ár voru ákaflega góð og þykir mér afskaplega vænt um alla sem ég kynntist þar enda stóðum við okkur mjög vel og þau munu halda áfram að gera það án mín =) Góð orð féllu í minn garð í dag og get ég ekki annað en þakkað kærlega fyrir falleg blóm sem nú prýða stofuna, Takk kæra starfsfólk Umferðarstofu fyrir mig =)

Ástæða þess að ég skipti um vinnu er að um áramótin ákvað ég að það væri kominn tíma til að ögra sjálfum mér og gera eitthvað "nýtt". Þó ég muni nú seint segja skilið við tölvurnar þá ákvað ég að brydda uppá einhverju öðruvísi á ferilskránni og víkka sjóndeildarhringinn. Eftir stutta leit náðust samningar við Landsbankann sem ég gekk til liðs við fyrir tæpum mánuði.
Nóg er að gera það að komast inní margt sem ég hef aldrei séð áður, þannig að ég er enn meira upptekinn en áður. Mér líst vel á teymið sem ég er í, þar eru menn mikið fyrir að hreyfa sig sem mér fellur ákaflega vel. Þannig að ég er á fullu að kynnast nýju fólki, nýrri menningu, nýjum aðferðum...og líst bara vel á =)

4 ummæli:

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna. Færðu að vinna á makka hjá landsbankanum?

Logi Helgu sagði...

Nei, það er ekkert hipp og kúl makkastöff...bara hardcore Windows ;)

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

pottþétt fengið iPad til eigin nota ef það væri 2007.

Logi Helgu sagði...

Já, sem betur fer eru allir búnir að læra af 2007 ;)