sunnudagur, maí 02, 2010

Leikhúsfólk

Krakkarnir fengu að fara baksviðs í leikhúsið hjá Halli afa fyrir síðustu sýninguna á Oliver. Bjartur var búinn að Hall til að sýna sér sviðsmyndina þ.s. hann hafði svo gaman af síðust heimsókn í leikhúsið. Við fengum að sitja út í sal og fylgjast með söngupphitun hjá krökkunum og höfðu allir gaman af. Bjartur hafði farið með okkur áður að sjá sýninguna og hafði mestan áhuga á leikmyndinni og öllu sem finna mátti baksviðs. Stelpurnar sátu saman og voru bara augun að horfa á alla krakkana dansa og syngja.
Tvemur morgnum seinna voru þær enn syngjandi saman Ólíver, Ólíver. Spurning hvort þær verði einhverntíman syngjandi á sviði...undir stjórn stóra bróðurs ;)

Engin ummæli: