fimmtudagur, maí 27, 2010

Fyrsta útskriftin

Bjartur útskrifaðist í dag af leikskólanum. Salurinn var fullur af stoltum foreldrum þegar Álfarnir (elstu bekkingar) héldu tónleika þ.s. þau sungu hvert lagið á fætur öðru við fögnuð áhorfenda. Síðan fengu þau útskriftarplagg og þegar allir voru byrjaði að gæða sér að kræsingum fékk hver og einn möppu með myndum, teikningum og fleiru sem þau hafa gert síðan þau byrjuðu á Víðivöllum.
Afskaplega ánægjuleg stund og gott að vita hvað vel er haldið utan um börnin á leikskólanum.
Nú er það bara sumarfrí í júlí og svo byrjar stóri strákurinn í grunnskóla í ágúst...magnað hvað manni finnst stutt síðan hann mætti á svæðið =)

Engin ummæli: