miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Nýr vinnustaður

Eftir góð 2+ ár hjá Hug hélt ég til nýrra starfa hjá Umferðarstofu í dag. Það var nú ekkert í planinu hjá mér að yfirgefa Hug og fer ég þaðan með góðar minningar af góðum tíma sem ég átti með góðu fólki. Hef ekkert nema gott um Hug að segja en það var ýmislegt sem ég var spenntur fyrir hjá Umferðarstofu. Tölvudeildin er mjög lítil og hugbúnaðarþróunardeildin enn minni sem er gaman að detta aftur inní. Ekki skemmir að vinna aftur á makka, það er eitthvað sem ég held að ég hafi mjög gott af því að gera og ekki slæmt þegar maður fær góðan vinnuhest til að keyra á. Fyrsti dagurinn var mjög fljótur að líða þar sem smá stress kom upp á vef sem opna á í fyrramálið og var ég í því að koma þessu fyrir horn svo allt væri nú sómasamlegt í fyrramálið. Fullt af nýjum andlitum sem ég hitti í dag og gaman að hitta gamla Vefsýnarmenn aftur sem hafa hreiðrað um sig í US. Alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og US leggst mjög vel í mig eftir fyrsta daginn =)

Engin ummæli: