föstudagur, janúar 27, 2006
Gamall draumur rætist
Ég held að ég hafi fyrst sýnt Apple tölvum áhuga þegar Hugi tók mig með sér á kynningu á OS X í gömlu Applebúðina þegar hún var stödd í Skaftahlíðinni. Fyrir mér voru Apple vélar ofvaxnar ritvélar og hafði ég engan áhuga á þeim, en átti ekki von á því sem tók á móti mér. Viðmót nýja stýrikerfisins var ljósárum á undan Windows og ekki var hægt að segja annað um vélarnar. Eftir kynninguna varð ég dolfallinn og í minningunni var Cube vél keyrandi þetta allt, en það gæti þó hafa verið seinna sem hún kom til sögunnar, en minningin er góð og var ég staðráðinn í því að eignast svona vél einn daginn. Stuttu seinna fékk fyrstu Apple vélina hjá Vefsýn og fljótlega var PC vélin gefin og hefur ekki verið fjárfest í PC vél á heimilið síðan þá( enda nenni ég ekki að eyða tíma í viðhald á tölvun, hef nóg annað að gera ). Nú í ársbyrjum 2006 tóku stofugræjurnar svo uppá því að neita að spila geisladiska þannig að hugmyndin hjá mér var að versla hátalara fyrir iPod-dinn en þegar ég sá Cube vél til sölu stökk ég á það, enda ekki á hverjum degi sem þessar vélar eru til sölu( enda 5 ára gamlar og voru bara á markaði í 1 ár. Fyrir nokkra þúsundkalla var vélin mín, en reyndar vantaði í hana harðan disk en að öðru leiti í mjög góðu ásigkomulagi. Þegar 120GB Barracuda skrímsli var komið í vélina heyrðist ekki minnsta hjóð í vélinni, enda viftulaus hönnun sem hentar ágætlega til notkunar í stofunni. Smellpassar í stofuna og nú er hægt að hlusta á tónlist og jafnvel leiðir maður netsnúru í vélina einn daginn svo hún sé tengd. Bjartur er líka hinn ánægðasti með hana en hann fær að leika sér nokkuð óáreittur í henni við misjafna hamingju föður síns sem undrast alltaf hversu einfalt sonur sinn á með að eyða út lögum og gera einhvern óskunda af sér þótt ekki sé nema 18 mánaða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli