þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Leingi er gamall maðr barn

Ég og Bjartur skelltum okkur í sund eftir kvöldmatinn. Afskaplega notalegt að eiga svona stóran strák sem sér alveg um sig sjálfur...reyndar var ég nú á eftir honum allan tímann þ.s. ég hef ekki minna gaman af því að renna mér ;)
Sundlaugar í landinu hafa heldur en ekki fengið að njóta góðærisins og það er alltaf erfitt að velja í hvaða laug á að fara, en Salalaugin í Kópavoginum verður nú oftast fyrir valinu. Þar spilar nú reyndar inní að ég er með árskort þar því það er opið lengur hjá þeim en öðrum og mér finnst betra að skreppa kannski einu sinni í viku að lyfta þegar krakkarnir eru farnir að sofa. Auk þess er stóri heiti potturinn með fullt af baknuddurum sem ég nýti óspart eftir að hafa tekið aðeins á.
Ætla að vona að Íslendingar fari nú ekki að beina túristanum í sundlaugarnar ef landið verður hagstæður ferðamannastaður í framtíðinni. En ég á nú ekki von á öðru en allt fari hækkandi á næstunni eins og hefur verið....vonandi skýrist nú eitthvað með haustinu þó ég reyni nú að leiða allt þetta "krepputal" eins mikið hjá mér og ég get.

Engin ummæli: