fimmtudagur, ágúst 20, 2009

Maðr skal sið fylgja, flýja land ella

Komi kreppan til tals hef ég yfirleitt mælt með að "flýja" land ef að áhugi er fyrir hendi að búa erlendis. Þrátt fyrir það er enginn nákominn mér sem hefur yfirgefið klakann og líklegast gera það nú fæstir nema af illri nauðsyn og vonandi verður ekki spekileki á landinu.
Vissulega hafa kjör hér á landi versnað og munu bara versna en í mínum framtíðarplönum er brottflutningur ekki á stefnuskránni. Þegar þessi umræða kom upp við Bínu var ég nokkuð undrandi að heyra að hún var jafnvel á því að það væri jafnvel besti kosturinn að koma sér héðan. Þannig að ég viðurkenni að ég hugsaði nú meira um það en áður, þótt engin alvara væri nú á bakvið þær hugleiðingar.
Það nálgast senn í að ár sé komið síðan að eftirköst fjármálafyllerísins byrjaði að herja á þjóðina og ég held að allir viti að það er ekki að fara að birta til strax. Þeir sem þáðu ofurlaun vegna "ábyrgðarfullra" starfa virðast ekki ætla/þurfa að axla neina ábyrgð og ráðamenn þjóðarinnar virðast hafa nóg við að leita leiða til að bjarga fjárhagnum og því lítill tími eftir til að passa uppá almenning í landinu.
Næstu mánuðir ættu að varpa einhverju ljósi á hver staðan er og hvernig framhaldið verður. Þótt það verði erfitt næstu árin þá leynast tækifæri og kostir í því að fara í kreppu. Hvað varðar að yfirgefa klakann þá þarf víst að versna hér enn meira til að ég rífi upp ræturnar og setjist að í öðru landi og ætla að vona að ekkert reki mig í þær hugleiðingar =)

4 ummæli:

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

læt þig vita ef einhver hús í hverfinu koma á sölu ;)

Logi Helgu sagði...

Já, það væri nú ekki algalið, spurning hvort að Ísland ætli ekki bara að ná heimsmeti í skattinnheimtu og taka fyrsta sætið af Danmörku áður en að Svíþjóð nær því um næstu áramót.

Bjorn sagði...

Talandi af eigin reynslu, þá held ég að það sé nú bara hollt fyrir krakka að eyða einhverjum árum erlendis, læra erlent mál, sjá aðra heima en Skerið. Að búa í útlöndum er nú ekki sá horreur sem margir halda (þótt ég játi mig nú fullsaddan af Bretlandi eftir 3 ár hér).

Logi Helgu sagði...

Já, ég held að það sé hollt/gott að búa erlendis...ég myndi hafa mestar áhyggjur af því að festast úti og koma aldrei aftur heim...sem er kannski ekkert slæmt ;)