mánudagur, september 01, 2008

"Einn" heima

Krakkarnir sofnuðu nokkuð fljótt í kvöld enda var afskaplega róleg stemmning á heimilinu. Róleg tónlist flæddi um alla íbúðina úr stofunni og slökkt var á sjónvarpi og næstum öllum ljósum. Í myrkrinu lá ég í mestu makindum í baði með kertaljós og hafði það notalegt "einn" heima ;)

Merkilegt hvað lífið breytist mikið þegar börn bætast í hópinn. Svo ekki sé talað um það þegar þau eru orðin tvö...ég get engan vegin ímyndað mér hvað að verður mikil vinna að hafa þrjá orma hlaupandi um...en það verður ábyggilega enn skemmtilegra ;)

2 ummæli:

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

og hvernig er svo nýja baðið?

Logi Helgu sagði...

Baðið kemur bara vel út, enda var kominn tími á það, ég þarf nú að skella inn myndum af því við tækifæri...aldrei að vita nema ég leyfi þér að pissa í klósettið ef þú kemur í heimsókn ;)