sunnudagur, ágúst 31, 2008

Sól, blíða og grilluð pizza

Ég og krakkarnir fórum í gær uppí íþróttasal HÍ þ.s. við lékum okkur í bandý og boltaleik í góðan klukkutíma. Jobbi kom með tvíburana og Röggi og frú með stelpurnar. Undir lok tímans var Sunna orðin afskaplega lítil. Síðar um daginn var hún rokinn upp í hita og var bara í móki allan daginn, aðallega sofandi eða réttara sagt rænulaus.
Dæmigert var því þ.s. að Sunna var að ná sér í dag að það var heilmikil blíða en ekki hægt að fara með alla familiuna út. Ég kláraði þó einhver þrif eftir framkvæmdir og skelli svo pizzu á grillið.
Að grilla pizzu er eitthvað sem ég hef ætlað mér að gera í mörg ár og eftir að ég fékk grillaða pizzu hjá Palla&Erlu í sumar varð ég að fara að láta verða af þessu. Ég var ekki svikinn og var útkoman sérstaklega góð. Svo góð að ég verð að prófa þetta aftur við fyrsta tækifæri. Held reyndar að það hafi hjálpað mikið að ég geymdi pizzadeigið í ísskápnum síðan í gær, þarf að rannsaka/endurtaka þetta við fyrsta tækifæri og má bara ekki gleyma að opna bjór næst, enda á alltaf að opna bjór þegar maður kveikir upp í girllinu ;)

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Skellti í nokkra pizzubotna og henti í ísskápinn, þarf að prófa þetta aftur á morgun. Vonandi man ég eftir að taka myndir ;)