sunnudagur, ágúst 31, 2008

Nördaskapur

Ég rakst á nördasíðu þ.s. eru kassamódel af ýmsum persónum og þegar ég rakst á StrongBad( gítarbréfið er í uppáhaldi hjá mér ) varð ég að prófa þetta. Datt í hug að þetta gæti verið eitthvað sniðugt fyrir Bjart en um eftir amk hálftíma af klippi var ég nokkuð viss um að hann hefði ekki þolinmæði fyrir þetta. Á endanum birtist StrongBad þó í höndunum á mér og án þess að ég þyrfti að líma eða hefta nokkuð. Var þessi gjörningur algjörlega tilgangslaus, tók mikinn tíma og veitti mér litla ánægju...mæli samt með þessu HAHAHAA =)

Engin ummæli: