miðvikudagur, maí 07, 2003

Best að koma sér aðeins inní hvað okkur "blessuðu" stjórnmálaflokkar ætla sér að gera ef þeir sitja í stjórn, best að skoða heimasíður flokkanna og renna yfir stefnumálin.

Stefnumálin
Sjálfstæðiflokkurinn - fyrir ríka feita karla
Þeir ætla að hala áfram að passa uppá þá ríku þannig að þeir sem eiga pening fá einfaldlega meira af honum, því mun meir sem þú átt, þeim mun meira færðu. Þetta ætla þeir að gera með því að lækka tekjuskattinn sinn, kæmi mér ekki að óvar að leggja ætti niður hátekjuskatt, og fella niður eignaskatt.

Samfylkingin - fyrir konur og ungt námsfólk
Kona í forsætisráðherrastól og báráttan er á jafnrétti kynja. Margar hugmyndir sem mér lýst vel á, t.d. hækka skattleysismörkin, lækka skatta á tónlist, fella niður stimpil- og þinglýsingargjöld og hluti endurgreiðslu námslána verður frádráttarbær frá skatti.

Framsókn - fyrir enga
Lækkun tekjuskatts og hækkun persónuafslátts, en ekki tekið neitt fram um hækkunina. Síðan er það 90% lán fyrir alla sem kaupa sér íbúð, flestir fá þetta við fyrstu kaup og líklegast í sértilfellum líka, þetta er lélegt takmark að ætla sér er það er næstum þegar fyrir hendi. Þeir segja og gera bara allt til að halda sér inni, ætla sér svo mikið að það verður aldrei neitt.

Vinsti grænir - allir vinir...náttúruverndarsinnaðir kommúnistar
Virðast vilja öllum vel og þá helst almenningi. Verst hvað þeir eru ekki bara náttúruverndarsinnar heldur of miklir andstæðingar stórframkvæmda og yfirstéttar. Þeim vantar bara sterkari yfirbyggingu til að gera sig öflugri.

Frjálslyndir - sjómenn
Stærsta baráttumálið er að afnema kvótann. Síðan mátti finna málefni eins og sameiningu landins í eitt kjördæmi og segjast þeir hafa vara á Evrópusambandi.

Nýtt afl - hverjir eru þeir
Hvaðan kom þessi flokkur og af hverju er hann ekki bara hluti af Frjálslyndum. En þeir vilja þó fækka þingmönnum og taka upp einstaklingsval auk flokkavals, sem fleiri mættu stefna að.

Flokkarnir
Sumir flokkarnir hafa gert mikið út á fáa, enda er þetta mikil barátta um forsætið. Framsóknarmenn virðst ætla að lifa þetta af, en ekki veit ég af hverju eða hvers vegna, þeir eru tilgangslausasti stjórmálaflokkurinn og munu líklegast aldrei verða leiðandi afl, heldur aðeins meðstjórnendur. Frjálslyndir koma vel út fyrir í þessu öllu en til lítils líklegir. Nýtt afl veit ég ekki hvað er og hef ekki áhuga á að vita það, þeir virka sem einstaklingbundinn klofingur fyrir mér í dag. Vinstri grænir halda áfram að þrjósask út í horni, því miður held ég að þau séu of vön því að vera í andstöðinni til að geta breytt því. Síðan er það Samfylkingin, andstæðingar Sjálfstæðismanna. Samfylkingin er eina aflið sem getur komið Dabba út stóli þannig að fyrir almenning og mótstæðinga Sjáflstæðisflokksins er þetta tækifæri til að breyta til, þótt ekki séu kanski allir sáttir við Ingibjörgu og óttist að hún sé bara annar Davíð. Sjálfstæðisflokkurinn heldur enn áfram að koma sér vel fyrir í skoðanakönnunum og virðist ætla að halda sínum hlut. Einhvernvegin sé ég ekki mína framtíð tryggða í höndum Davíðs og félaga.

Einstaklingarnir
Kostningar snúast bara um fólk, fólkið í landinu, fólkið sem kýs og fólkið sem kosið er. Solla eða Dabbi er stóra málið, vilja Íslendingar breytingar eða óttast þeir þær, er staðan góð í dag eða er nú slæm? Orustuvöllurinn er Reykjavík og fylgimenn geta ekki gert upp hug sinn. Nýjir óvanir vinstistjórnendur sem gætu orðið spilltari en hinir ráðandi hægrimenn. Ég held að breytingar sé þörf, og hún verði ekki gerð núna, þá verður bara enn meiri þörf á henni síðar. Sjálfstæðismenn halda bara áfram sínum stórkallaleik og eins og allir vita þá eru ekki fátæklingar á Íslandi og munu ekki verða það miðað við yfirlísingar hægrimanna. Meðal allra hópanna eru svartir sauðir, en margir hægrimanna virðast dekkjast með tímanum og held ég það sé tími til að leyfa þeim að komast út í sólina, hvort sem það verður eða ei, þá munu yfirmenn landsins vonandi láta gott af sér leiða.

Engin ummæli: