fimmtudagur, maí 15, 2003

Prófið búið....kanski bara prófin búin....í góðan tíma....kanski bara aldrei aftur próf. Hvað er þetta með próf, stórundarlega fyrirbæri, tengjast engan vegin raunveruleikanum...ekki að nám geri það heldur :)
Lífið er orðið mjög gott, að vera laus frá þessu námi, nú bíð ég bara staðfestingar um að mér hafi gegnið nógu vel til að hafa náð, hef engar stóráhyggjur af því, en maður veit aldrei þegar stærðfærði er annars vegar, ég var ekkert að massa prófið, en mér gekk allt í lagi, æ já, best að skila bókinni og reiknivélinni....svona er maður mikill stærðfræðingur, á hvorki bókina né reiknivél :)

Engin ummæli: