þriðjudagur, júlí 28, 2015

Kallað á mig heim

Á Múlavaginum þar sem ég ólst upp er til amboð sem ég þykist nokkuð viss um að hafi komið frá Austurríki og sé yfirleitt notað til að reka beljur. Notagildið var annað í minni æsku en þegar þurfti að kalla á mig var farið með verkfærið út og hrist þannig að trékúlan myndaði hljóm sem ómaði út um allan fjörðinn og ég þá vissi ég að ég ætti að koma heim :) (Gagnlegt tól fyrir tíma farsíma ;) Þegar ég var svo í seinni tíð í heima á Seyðis heyri ég kallið...og eins og alltaf strunsaði ég bara beinustu leið heim...þá stóðu þar fyrir utan húsið Helga og Snorri prakkaraleg á svip og sögðu "Enn kemurðu" og hlóu :D

Engin ummæli: