mánudagur, maí 18, 2009

Betra er líkama enn sálar sjúkleik að hafa

Ónæmiskerfið virðist vera að batna þ.s. það virðist vera í harði baráttu við aðra hálsbólgu sem hefur ekki enn breyst í neitt alvarlegra, þótt hún sé nú reyndar ekkert að skána :|
Ólífulaufin hef ég samt verið að tyggja í næstum ár og trúi því að þau séu að hjálpa til. Í dag var svo bætt í vopnabúrið þegar ég verslaði mér Mími í Jurtaapótekinu. Afgreiðslukonan sagði nú að þetta væri að megninu til sólhattur, sem hefur reyndar ekkert gert fyrir mig hingað til, en ég ákvað að prófa þetta.
Vopnabúrið samanstendur nú af hákarlalýsi, sólhatti, mími og stöku fjölvítamínstöflu. Járntöflur eru einnig til vara, en þ.s. það er slatta járn í fjölvítamíninu tel ég mig ekki þurfa þess nema að járnskortur verður áberandi, þá eru þær dregnar fram.

Engin ummæli: