Síðustu 5 daga hafa krakkarnir verið móðurlaus því hún skrapp til Torronto með vinnuskvísunum. Þau fengu nú Helgömmu í heimsókn á meðan til að leika við og knúsa og hjálpaði það mikið til við að takast á við móðurmissinn. Mér þótti einstaklega gott að hafa Helgu á heimilinu þannig að ég þurfti nú ekki að vera með augun á öllum þremur allan tímann...alltaf nóg að gera á þessu heimili ;)
En veðrið lék við okkur og ýmislegt var brallað, þ.á.m.: Gönguferð í Hellisgerði og á Víðistaðatún, Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, matur hjá Gauta & co., verslunarferð í Smáralind( sem varð nú meira ís- og leikferð fyrir krakkana sem fengu plastsverð til að slást með ), pizzuveisla, kaffi hjá Bekku & Bödda, grillað og leikið.
Allt gekk vel og snemma í morgun kom Bína svo heim og voru mikil hamingja hjá öllum að fá mömmuna sína heim. Helga & Bragi yfirgáfu svo svæðið í hálf grámyglulegu veðri. Það rættist nú úr því og endaði ég í sundi með stærri krakkana í sól og blíðu...og svo náði ég einum bjór í sólbaði á svölunum seinnipart dags ;)
mánudagur, maí 25, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sæl fjölskylda
Þetta hafa aldeilis verið góðir dagar hjá ykkur öllum og vonandi mömmunni líka. Mömmumissir er alltaf erfiður, líka fyrir mömmurnar en það er gott að þetta er til gamans gert.
Hafið það gott
Kveðja, Ásta og co
Skrifa ummæli