sunnudagur, maí 03, 2009

Sjaldan stendr góðr liðsmaðr lengi hjá

Fékk hringingu frá góðum manni sem bað mig að grípa í bassa yfir helgina í Vestmannaeyjum. Hann vissi vel ég væri nú upptekinn í fjölskylduleik en það var víst orðið fátt um góða drætti og leitaði því til mín. Þegar ég hafði komist að raun um að ég væri laus lét ég til leiðast og fór því annað sinn til eyja og einnig í annað sinn til að spila þar. Betra var nú í sjóinn heldur en síðast en heldur fámennt var hjá okkur bæði kvöldin vegna annarra stórra viðburða. Blíða var alla helgina og mun skemmtilega að vera uppá dekki í Herjólfi í sól og "blíðu" heldur en að hanga inní skipinu þar sem maður gat annað hvort ælt á einhvern eða látið æla á sig. Þrátt fyrir að dansgólfið hafi ekki verið fullt bæði kvöldin var þetta fínasta helgi með góðu fólki.
Það besta við svona ferðir er að koma aftur heim og knúsa fjölskylduna eftir langa fjarveru ;)

Engin ummæli: