miðvikudagur, maí 20, 2009
Mörgum verðr bylt við boð
Seyðfirðingafélagið stóð fyrir Seyðfirðingahitting þ.s. tónlist og endurfundir réðu ríkjum. Fannst þetta afskaplega vel til fundið og ég er alltaf ánægður þegar að einhver gerir eitthvað sem mig hefur langað til að gera...en gef mér ekki tíma í ;) Þegar mætt var á staðinn var mér meinaður aðgangur fyrr en ég væri búinn að borga mig inn. Fannst mér það reyndar sjálfsagt mál og hið minnsta, en hinu verra að það hafði aldrei komið fram í neinni tilkynningu sem ég hafði fengið og fannst það svoldið skítt að því var ekki ælt út fyrr og mátti ég þakka fyrir að hafa veskið með í för þ.s. ég var bílandi ;) Gaman að hitta fólk sem maður rekst sjaldan á í þessu annars litla landi og vonandi verður þetta árlegur viðburður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli