laugardagur, mars 30, 2013

Mótorhjólagengið


Snorri fékk sér mótorhjól um daginn og við kíktum í heimsókn til Gauta & co. þar sem allir fengu að fara út og prófa hjólið. Síðan var líka svissað rafmagninu á og prófað að flauta og þá var ekki aftur snúið. Sindri var manna verstur í að fluta út í eitt og varð svo ekki sáttur ef rafmagnið var tekið af ;)
Hann var ekki leiður að finna svo mótorhjólið aftur í sumarfríinu á Seyðis og fiktaði þá eins og hann gat þannig að hann fitkaði meira segja í því eina sem hann átti ekki að fikta í og endurstillti teljarann.

Engin ummæli: