þriðjudagur, mars 26, 2013

Sunna dundari í vinnunni minni


Páskafrí hjá skólakrökkunum. Bjartur sáttur við að geta verið heima í tölvunni en Sunna er ekki jafn mikið fyrir að vera ein í reiðleysi allan daginn þannig að hún kom með mér í dag. Hún gat dundað við ýmsilegt og meðan annars að fá að lita á tússtöflu þar sem hún teiknaði mynd af sér og Sindra enda eru þau ágætis vinir og síðan var myndinskreytti meira. Það fer nú ekki mikið fyrir henni og hún og sumir vinnufélagar spurðu hvort hún væri alltaf svona róleg ;)
Á svona dögum langar mann að geta verið bara í fríi og eytt meiri tíma með þeim :| en ef ég man rétt þá fengum við okkur ís á leiðinni heim og vorum nú ekkert allt of lengi í vinnunni, ótrúlegur lúxus að geta fært tíma til og unnið það upp seinna (þá eru allir sáttir).

Engin ummæli: