föstudagur, mars 01, 2013

Hleðslustöð (fyrsta útgáfa)


Oft hefur verið rætt um það á heimilinu að vera með hleðslustöð þar sem símar & fleiri iPod-dar geta fengið hleðslu en aldrei neitt verið gert í því. Þegar snjallsímar eru nú komnir á heimilið var orðið tímabært að gera eitthvað í málinu.
Á mánudaginn var skipulagsdagur og allir heima og ég í fríi...þó ég hafi nú meira gaman af því að nýta þessa daga í að fara á flakk með krökkunum þá gafst tækifæri á að koma upp þessari margumræddu hleðslustöð. Ég vissi nefnilega að það var ein ein hvít plastskóhilla fyrir mér í geymslunni eftir að við settum 2 inní eldhús undir blöð og fleira en þær voru bara seldar 3 saman í pakka.
Þannig að gat var gert fyrir fjöltengi og síðan skorið út fyrir snúrum og allt þrætt, tengt & hengt uppá vegg og svona leit þetta út hrátt á gólfinu áður en ég hengdi upp.

Nokkur sóðaskapur fylgdi þessu og fékk ég góða hjálp frá Sunnu við að þrífa...og Sindra sem var reyndar meira áhugasamur um að sóða út og fikta í verkfærunum ;)
Þegar ég setti snúrurnar varð ég að skipulagsnördast aðeins og merkja þær með plastperlum þannig að báðir endar á hverri snúru eru "litamerktir" eins og sést á myndinni efst...það er bara eitthvað við svona skipulag sem ég fíla pínu ;)
Þegar að allt var tilbúið var kominn tími fyrir Sindra að taka smá kríu og héldum við okkur því heima þennan skipuldagsdaginn =)

1 ummæli:

Smári sagði...

Snilld!, Búinn að vera hugsa um eitthvað svipað :)