Fór á smá æfingu með Bjözza í gær, tókum til og gerðum reddý fyrir boxin, var orðinn frekar þreittur þegar við hættum, stóð varla í lappirnar. Kom heim, eldaði mér smá afganga, og sofnaði svo fljótt og örugglega.
Ég og Björn fórum svo í morgun að sækja boxin. Ég átti ekki von á að þau kæmust í litla bílinn hans, hann ekki heldur...og ekki starfsmenn Flytjanda, sem horfðu á okkur og undruðumst hvernig við ætluðum að koma þessu fyrir í bílnum. Einhvernveginn tókst okkur þá að troða þeim inn og meira að segja að loka skottinu, fengum meira að segja klapp fyrir það :)
Fór að kaupa snúru fyrir boxin og tók mér það bessaleyfi að leggja þar sem mér sýndist...og vitir menn þá fékk ég stöðumælasekt uppá 2.500 kall. Hvað í andskotanum er síðan gert við þessa $, ég held að þessi blessaði fyrrverandi bæjarstóri Reykjavíkursmábæjarins fá himinháar % af þessu, og líklegast fer þetta allt í laun starfsmanna sveitarinnar. Það er allt að fara til fjandanst í þessu litla Dabbaveldi, og eins mikið og maður vill fá einhvern til að breyta til þá spyr ég, er betra að fá manneskju sem rænir almenning eða hafa áfram þann sem hlúir að ríkisuppum? Pólitík er bara rugl, fólk sem lifir í pólitík lifir í skít allan daginn, og svoleiðis fólk fer beina leið til helvítis...sem er kanski allt í lagi miðað við þær ýsingar sem trúað fólk hefur af himnaríki...sándar ekki töff.
miðvikudagur, mars 05, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli