laugardagur, mars 01, 2003
Hús er byggt, eitt stendur það einmanna. Einn daginn rís nýtt hús, alveg eins, við hlið þess. Húsin geta ekki snertst, en á milli þeirra liggur rafmangslínan. Líflinan sem tengir þau saman, en aldrei snertast þau. Vetur, sumar, vor og haust líða, ár eftir ár. Einn sólríkan sumardag er byrjaður á framkvæmdum, hvorugt húsið veit hvað er að gerast og bæði óttast að nú eigi að rífa þau. En þegar smíðinni er lokið var það ekki niðurrif. Bæði húsin standa á sama stað, nýmáluð og uppgerð, með viðbyggingu sem tengir þau saman. Loksins snertast þau, loksins eru þau eitt og sama húsið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli